Móttaka hópa/óvissuferðir

Þeir sem hafa áhuga á að skipuleggja heimsókn til okkar með hóp (óvissuferð/ gæsun/ steggjun/ vinnustaða ferð/ annað), geta sent fyrirspurn á netfangið skotak@skotak.is. Eða haft samband við Þorbjörgu Ólafsdóttur (861-8846).

Kostnaður er 1.500 kr. per. mann, lágmarksgjald er þó alltaf 15.000 kr. fyrir hópa með færri en 10 manns.

Í því er innifalið leiðsögn, skot úr riffli (22LR) og haglabyssu/loftbyssu.

Þeir sem koma á svæðið eru þó beðnir um að hafa í huga að áfengisneysla er ekki leyfð fyrir komuna eða á meðan á skotfiminni stendur.

 

Félagið er með útiaðstöðu á Glerárdal, þar er 200 m riffilbraut og 4 haglavellir.

Inniaðstaða félagsins er í kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri, þar er hægt að skjóta með loftbyssu á 10 m braut og riffli (22LR) á 25 m braut.